spot_img
HomeFréttirNBA: Þjálfarar mánaðarins

NBA: Þjálfarar mánaðarins

07:10

{mosimage}

Doc Rivers þjálfari Boston og Gregg Popovich þjálfari San Antonio voru valdir þjálfarar nóvember mánaðar fyrir leiki leikna í október og nóvember.

Boston voru efstir í deildinni eftir nóvember mánuð með 13 sigra og tvo tapaða sem gerir 86,7% vinningshlutfall. Þeir unnu fyrsta átta leiki tímabilsins en þetta var besta byrjun liðsins í 35 ár. Þeir unnu alla átta heimaleikina og unnu þá með 21,6 stigum mta í leik. Var þetta besti nóvember mánuður félagsins síðan í nóvember 1985 þegar félagið vann 13 en tapaði einum leik.

San Antonio lék 17 leiki og vann 14 þeirra og voru með 82,4% vinningshlutfall. Jöfnuðu þeir félagsmetið frá tímabilinu 2005-06 yfir bestan árangur eftir 17 leiki. Þeir unnu alla níu heimaleikina sína í At&T Center.

Aðrir sem komu til greina voru Avery Johnson(Dallas), Flip Saunders(Detroit), Rick Adelman(Houston), Stan Van Gundy(Orlando), Phoenix(Mike D´Antoni) og Jerry Sloan(Utah)

[email protected]

Myndir: AP

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -