spot_img
HomeFréttirNBA: Tap hjá Shaq í fyrsta leik með Suns

NBA: Tap hjá Shaq í fyrsta leik með Suns

Það var nýji miðherji LA Lakers sem skyggði á nýja “strákinn” hjá Pheonix Suns í uppgjöri liðanna í nótt. Drengirnir sem um ræðir hér að ofan eru að sjálfsögðu Pau Gasol hjá Lakers og svo nýja viðbót í lið Pheonix Suns, Shaquille O´Neal. Gasol og Kobe Bryant sameinuðust með 70 stig í nótt í sigri á liði Pheonix Suns 130-124. O´Neal átti prýðis leik með 15 stig og 9  fráköst en bestur hjá Pheonix var Amare Stoudamire með 37 stig og 15 fráköst. Óvæntustu úrslit gærkvöldsins hljóta samt að vera þau að Boston tapaði gegn Golden State Warriors.Baron Davis setti niður 29 stig en hjá Boston var Ray Allen með 32.

 

 

Fréttir
- Auglýsing -