06:00
{mosimage}
Leikstjórnandi Philadelphia 76ers Andre Miller er afar sáttur með að gamli liðsfélaginn sinn hann Elton Brand skuli vera að ganga til liðs við liðið og segir að það sýni þann metnað sem er í félaginu.
,,Mér finnst það vera frábært að Elton Brand ákvað að koma til okkar. Hvernig við náðum saman undir lokin á síðasta tímabili var aðeins fyrsta skrefið og að bæta við einum besta framherja deildarinnar sýnir að við erum ekki sáttir með að komast aðeins í úrslitakeppnina.”
Miller og Brand léku saman eitt tímabil með L.A. Clippers árið 2002-03.
,,Ég held að við getum gert frábæra hluti þetta ár. Og ég er spenntur að taka þátt í því.”



