spot_img
HomeFréttirNBA: Swift til New Jersey

NBA: Swift til New Jersey

06:00

{mosimage}
(Stromile Swift að troða yfir risann Yao Ming)

Ekki er framtíð Jason Kidd ráðinn en New Jersey hefur samt skipt leikmönnum og hefur liðið sent miðherjann Jason Collins til Memphis í skiptum fyrir framherjann Stromile Swift.

Jason Collins hefur leikið allan sinn feril með New Jersey en hann kom til liðsins árið 2001. Á þeim tíma hefu hann leikið 510 leiki þar af 404 í byrjunarliðinu. Í vetur hefur hann leikið 43 leiki og skorað 1.4 stig og tekið 2.1 fráköst.

Stromile Swift var valinn annar í nýliðavalinu árið 2000 af Vancouver Grizzlies hefur leikið allan sinn feril með Grizzlies fyrir utan tímabilið 2005-06 en þá var hann hjá Houston. Í vetur hefur Swift tekið þátt í 35 leikjum og skorað 6.8 stig, tekið 3.7 fráköst og varið eitt skot að meðaltali.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -