spot_img
HomeFréttirNBA: Suns óstöðvandi?

NBA: Suns óstöðvandi?

09:13 

{mosimage}

Ekkert lát virðist ætla að vera á sigurgöngu Phoenix Suns í NBA deildinni. Í nótt lönduðu þeir sínum fimmtánda sigri í röð er þeir burstuðu Toronto Raptors 115-98.

 

Amare Stoudemire var með fína tvennu í leiknum, 28 stig og 10 fráköst fyrir Suns. Hjá Raptors var T.J. Ford með 19 stig og 9 stoðsendingar.

 

Annar leikur fór fram í nótt og þá höfðu Chicago Bulls sigur á L.A. Lakers 94-89. Kobe var með 19 stig hjá Lakers en Luol Deng gerði 23 stig og tók 12 fráköst hjá Bulls.

Fréttir
- Auglýsing -