spot_img
HomeFréttirNBA: Stojakovic sökkti Suns með flautukörfu

NBA: Stojakovic sökkti Suns með flautukörfu

10:52
{mosimage}

(Peja Stojakovic) 

Alls fóru 11 leikir fram í NBA deildinni í nótt þar sem New Orleans Horntes höfðu magnaðan sigur á nýja liði Shaquille O´Neal, Phoenix Suns, í tvíframlengdum spennuþriller. Lokatölur leiksins voru 132-130 Hornets í vil þar sem Peja Stojakovic reyndist hetja Hornets er hann setti niður sigurkörfu leiksins. Þetta var þriðji sigur Hornets í röð á Phoenix og annar sigur Hornets á heimavelli Suns. 

,,Þetta var heppni, ég get ekki sagt að ég vissi allan tímann að skotið myndi fara ofan í,” sagði Stojakovic í leikslok. Hann gerði 26 stig í leiknum og tók 6 fráköst en stigahæstur í liði Suns var Chris Paul með 42 stig, 9 stoðsendingar og 8 stolna bolta. Hjá Suns var Steve Nash með 32 stig og 12 stoðsendingar en hann var einnig með 10 tapaða bolta. 

Önnur úrslit næturinnar: 

Wizards 77-85 Spurs

Hawks 98-95 Lakers

Magic 100-84 Nets

Celtics 111-100 Clippers

Knicks 100-103 Pacers

Pistons 100-95 Heat

Mavericks 107-96 Bucks

Nuggets 115-118 Jazz

Kings 92-105 Supersonics

Trail Blazers 100-97 Bulls

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -