10:05
{mosimage}
(Frakkinn Parker setti niður 22 stig í nótt)
Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem San Antonio Spurs burstuðu slaginn um Texas er þeir skelltu Houston Rockets 109-88. Michael Finley og Tony Parker gerðu báðir 22 stig í liði Spurs en hjá Rockets var Luis Scola stigahæstur með 24 stig og 7 fráköst. Rockets leika en án kínverska risans Yao Ming sem er meiddur.
Þá gerðu New Orleans Hornets góða ferð til Kanada er þeir lögðu Toronto Raptors 111-118 í Air Canada Center. David West fór á kostum í liði gestanna með 32 stig og 7 fráköst en hjá Raptors var Chris Bosh með 21 stig og 7 fráköst.
Önnur úrslit næturinnar:
Warriors 114-104 Mavericks
Supersonics 107-120 Kings
Lakers 126-120 Wizards
Timberwolves 110-103 Jazz
Hawks 114-109 Knicks
Celtics 88-62 Heat
Cavaliers 91-88 76ers



