spot_img
HomeFréttirNBA: Spurs og Warriors í beinni á NBA TV

NBA: Spurs og Warriors í beinni á NBA TV

23:36 

{mosimage}

 

Sjö leikir fara fram í NBA deildinni í Bandaríkjunum í nótt. Klukka eitt eftir miðnætti verður leikur San Antonio Spurs og Golden State Warriors sýndur í beinni útsendingu á NBA TV. Spurs eiga harma að hefna því Warriors lögðu þá að velli 111-102 á mánudag í síðustu viku. Annars er heimavöllur Spurs erfiður viðureignar og þurfa Warriors að hafa sig alla við ætli þeir sér sigur í nótt.

 

Aðrir leikir næturinnar:

 

Wizards – Mavericks

Grizzlies – Knicks

Bulls – Celtics

Jazz – Bucks

Kings – Magic

Lakers – Pacers

Fréttir
- Auglýsing -