spot_img
HomeFréttirNBA: Spurs og Cavs taka forystuna

NBA: Spurs og Cavs taka forystuna

11:08 

{mosimage}

 

(Tony Parker keyrir upp að körfu Suns)

 

Tony Parker og Tim Duncan fóru á kostum í liði San Antonio Spurs í nótt þegar Spurs tóku 1-0 forystu í undanúrslitum vesturstrandarinnar gegn Phoenix Suns. Lokatölur leiksins voru 106-111 Spurs í vil en leikurinn fór fram á heimavelli Suns. Duncan gerði 33 stig í liði Spurs og tók 16 fráköst en Parker var með 32 stig og 8 stoðsendingar. Steve Nash var stigahæstur hjá Suns með 31 stig og 8 stoðsendingar. Nash varð að fylgjast með af bekknum síðustu mínútu leiksins er Spurs tryggðu sér sigur en hann lenti í samstuði við Tony Parker með þeim afleiðingum að skurður kom á nef Nash og gekk illa að stöðva blæðinguna, hann á þó að vera orðinn góður áður en liðin mætast í öðrum leiknum aðra nótt.

 

Cleveland Cavaliers tók 1-0 forystu í undanúrslitum gegn New Jersey Nets eftir 81-77 sigur í Quicken Loans Arena í Cleveland. LeBron James gerði 21 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum. Hjá Nets var Vince Carter atkvæðamestur með 21 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar.

 

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -