spot_img
HomeFréttirNBA: Spurs burstuðu Warriors

NBA: Spurs burstuðu Warriors

08:38 

{mosimage}

(Barry var stigahæstur hjá Spurs í nótt) 

San Antonio Spurs tóku Golden State Warriors í ærlega kennslustund í NBA deildinni í nótt er þeir höfðu 40 stiga sigur á Warriors, 129-89. Brent Barry var stigahæstur hjá Spurs með 18 stig en 8 leikmenn hjá Spurs gerðu 10 stig í leiknum eða meira. Snemma varð í ljóst í hvað stefndi þar sem Spurs höfðu yfir 30-14 að loknum fyrsta leikhluta. Anthony Roberson var sá eini sem sýndi lit hjá Warriors en hann gerði 21 stig í leiknum, háloftafuglinn Jason Robertsson lék ekki með Warriors í nótt.  

Önnur úrslit næturinnar: 

Knicks 98 – 90 Grizzlies

Wizards 106 – 97 Mavericks

Bulls 100- 82 Celtics

Jazz 101 – 88 Bucks

Kings 89 – 92 Magic

Lakers 101 – 87 Pacers

Fréttir
- Auglýsing -