spot_img
HomeFréttirNBA: Síðustu leikir fyrir stjörnuhelgi

NBA: Síðustu leikir fyrir stjörnuhelgi

10:38

{mosimage}
(Kirk Hinrich var allt í öllu hjá Chicago í nótt)

Það voru aðeins tveir leikir á dagskrá í NBA deildinni í nótt og framundan er stjörnuhelgin með pompi og prakt.

Phoenix Suns gerði sér lítið fyrir og skellti Dallas Mavericks og Miami Heat tapaði sínum 9 leik í röð þegar þeir töpuðu gegn Chicago Bulls.

Bulls geta að vissu leiti þakkað Kirk Hinrich fyrir, 99-92, sigurinn en hann kom inn af bekknum og gerði 24 stig. Kirk hefur verið að koma vel inn í leik Bulls af bekknum en Jim Boylan þjálfari Chicago hyggst ekki nota hann sem 6. mann í framtíðinni heldur kasta honum beint í byrjunarliðið þegar hann hefur náð sér að fullu af rifbeinsbroti sem hann varð fyrir.

Dwayne Wade var stigahæstur Miami með 30 stig og 12 fráköst. Miami sem varð meistari fyrir tveim árum síðan hefur nú tapað 24 leikjum af 25 og stefnir í óefni.

Shaq var ekki með þegar Phoenix lagði Dallas 109-97 en stórleikur Steve Nash gegn sínum gömlu félögum gerði útslagið. Nash var með 24 stig og 13 stoðsendingar en stigahæstir voru Amare Stoudemire og Leandro Barbosa með 26 stig hvor og Barbosa kom með sín stig af bekknum.

Hjá Dallas var Dirk Nowitzki var með 36 stig og 12 fráköst og Jason Terry kom honum næstur með 29 stig

Emil Örn Sigurðarson – [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -