spot_img
HomeFréttirNBA: Síðasta umferðin fer fram í nótt

NBA: Síðasta umferðin fer fram í nótt

09:42
{mosimage}

 

(Lakers hafa lokið leik í deildinni og bíða nú eftir úrslitakeppninni, það verður allt á suðupunkti í kvöld) 

 

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og með hverjum degi eykst spennan fyrir úrslitakeppninni. Kobe Bryant og félagar tóku á móti Sacramento Kings í Staples Center í nótt þar sem Lakers fóru með öruggan 124-101 sigur úr býtum. Spánverjinn Pau Gasol var með 22 stig og 7 fráköst fyrir Lakers en Bryant var með 20 stig og 5 stoðsendingar. Hjá Kings var Quincy Douby stigahæstur með 32 stig.

 

Önnur úrslit næturinnar:

 

Trail Blazers 113-91 Grizzlies

Hawks 105-121 Magic

Nets 112-108 Bobcats

Pistons 115-103 Timberwolves

Hornets 114-92 Clippers

 

Ljóst er hvaða lið leika í úrslitakeppninni en í kvöld fer síðasta umferðin fram í deildarkeppninni þegar 14 leikir fara fram. Úrslit næturinnar munu hafa áhrif á endanlega niðurröðun fyrir úrslitakeppnina og því verður spennandi að fylgjast með hvað verður.

 

Þessi lið munu skipa úrslitakeppnina í ár

 

Austurdeild

Boston

Detroit

Orlando

Cleveland       

Washington

Toronto

Philadelphia

Atlanta

 

Vesturdeild

Lakers

New Orleans

San Antonio

Utah

Houston

Phoenix

Dallas

Denver

 

Leikir næturinnar:

Charlotte-Philadelphia

Orlando-Washington

Cleveland-Detroit

Indiana-New York

Boston-New Jersey

Miami-Atlanta

San Antonio-Utah

Minnesota-Milwaukee

Chicago-Toronto

Houston-LA Clippers

Dallas-New Orleans

Denver-Memphis

Phoenix-Portland

Golden State-Seattle

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -