07:00
{mosimage}
(Shawn Marion lék með Phoenix fyrr í vetur)
Shawn Marion leikmaður Miami Heat verður áfram frá vegna meiðsla og mun missa af síðustu leikjum liðsins. Hann hefur verið frá vegna meiðsla í baki en nú er hann meiddur í fæti og því er ljóst að hann spilar ekki meira með á tímabilinu.
Marion getur fengið sig lausan frá Miami í sumar þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum. Það er talið ólíklegt að hann geri það enda fá lið sem væru tilbúinn að semja við hann á þeim launum sem hann er á en talið er að hann fái um 17 milljónir dollara á næsta tímabili.
Mynd: AP



