spot_img
HomeFréttirNBA: Shaq er ekki búinn

NBA: Shaq er ekki búinn

15:25

{mosimage}

Phil Jackson var spurður að Bandarískum blaðamanni hvort að Shaquille O´Neal væri að fara aftur. Jackson var nú ekki sammála þeirri staðhæfingu og taldi að hann verði öflugur í ár.

,,Einhver spurði mig að þessari spurningu í síðustu viku og reyndi að reisa legstein yfir körfuboltaferil hans,” sagði Jackson. ,,Ég held að hann eigi eftir að vera öflugur í ár.”

Gengi Miami hefur verið undir væntingum í ár og á síðasta tímabili. Miami hefur aðeins unnið tvo af ellefu leikjum sínum og er neðst í sínum riðli og neðst í austurdeildinni ásamt New York.

Shaq er orðinn 35 ára gamall og allir sem hafa horft á leiki Miami sjá að aldurinn er byrjaður að láta á sjá. Þrátt fyrir það er hann hvergi banginn og telur enn að hann sé einn besti leikmaður deildarinnar. Í vetur hefur hann skorað 15,5 stig og tekið 7,1 fráköst á aðeins tæpum 29 mínútum í leik en hann hefur verið mikið í villuvandræðum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -