spot_img
HomeFréttirNBA: Sektaður fyrir að neita spila

NBA: Sektaður fyrir að neita spila

06:00

{mosimage}
(LeBron er án efa ekki jafn ánægður með félaga sinn í dag)

Cleveland hafa sektað leikstjórnandann Damon Jones. Jones neitaði að fara inn á þegar skammt var til leiksloka gegn Miami á jóladag.

Jones var ekki eini leikmaðurinn sem neitaði að spila þennan leik en Ira Newble liðsfélagi Damon Jones neitaði einnig að koma inn á og kenndi meiðslum um. Newble sagði við staðarblað í Cleveland að hann væri ekki heill heilsu og vildi ekki hætta sér út á völlinn. ,,Það skiptir ekki máli hvað er mikið eftir af leiknum ég mun ávallt gefa mig 100% í leikinn þegar ég stíg inn á völlinn,” sagði Newble og bætti við. ,,Ég var smeykur um að togna.”

Mike Brown, þjálfari Cleveland, sagði að þetta væri innanfélagsmál en hann vildi ekki tjá sig um þetta mál að öðru leyti.

Þetta eru slæm tíðindi fyrir Cleveland sem eru ekki í alltof góðum málum í Miðriðlinum með aðeins 14 sigurleiki í 30 leikjum.

Cleveland hefur leikið einn leik síðan þetta kom upp. Þeir mættu Dallas aðfaranótt föstudags og þá spilaði Ira Newble 7 mínútur en Damon Jones kom ekki inná.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -