spot_img
HomeFréttirNBA: Seattle spillti endurkomu Wade

NBA: Seattle spillti endurkomu Wade

13:58

{mosimage}
(Dwayne Wade náði ekki að landa sigri í nótt)

Seattle vann sinn fyrsta leik í nótt þegar þeir lögðu Miami að velli 95-104. Dwayne Wade lék sinn fyrsta leik fyrir Miami á tímabilinu en það reyndist ekki nægja Miami. Chris Wilcox skoraði 20 fyrir Seattle og Ricky Davis setti 19 fyrir Miami.

Boston vann sinn sjöunda leik í röð þegar þeir unnu New Jersey 91-69 og er þetta besta byrjun liðsins síðan 1972-73 tímabilið en þá unnu þeir 10 fyrstu leiki sína. Þeir eiga enn nokkuð langt í að ná félagsmetinu sem er 14 sigurleikir í röð en það afrek náðist tímabilið 1957-58.

Önnur úrslit:
Toronto-Utah 88-92
Washington-Indiana 103-90
Atlanta-Charlotte 117-109
Cleveland-Orlando 116-117
Boston-New Jersey 91-69
Miami-Seattle 95-104
Milwaukee-Memphis 102-99
New Orleans-Philadelphia 95-76
Minnesota-Sacramento 108-103
Houston-L.A. Lakers 90-93
Denver-Portland 110-93
L.A. Clippers-New York 84-81
Golden State-Denver 104-111

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -