spot_img
HomeFréttirNBA: Scott áfram í New Orleans

NBA: Scott áfram í New Orleans

00:11

{mosimage}

Byron Scott, þjálfari New Orleans, hefur samþykkt að framlengja samning sinn við félagið. Scott sem var kjörinn þjálfari ársins í ár sagði eftir að lið hans féll út fyrir San Antonio að hann vildi hvergi vera nema í New Orleans.

Scott sagði að ef hann fengi viðunandi samning myndi hann halda áfram sem þjálfari New Orleans. Talið er að Scott vilji komast í launaflokk með launahæstu þjálfurum deildarinnar en Phil Jackson, þjálfari L.A. Lakers, trónir á þar toppnum með 10,3 milljónir dollara. Don Nelson hjá Golden State og Mike D´Antoni hjá New York eru svo með í kringum sex milljónir dollara.

Nýji samningurinn fleytir Scott upp launatöfluna en hann var með um 3,5 milljónir dollara í vetur.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -