10:09
{mosimage}
(Houston eru sjóðandi þessa dagana)
Tracy McGrady og félagar í Houston settu félagsmet í nótt þegar þeir unnu 17. leikinn í röð en að þessu sinni lögðu þeir Dallas að velli 98-113. Tracy McGrady skoraði mest sinna manna eða 31 stig og næstur honum kom Rafer Alston með 24. Hjá Dallas var Josh Howard með 21 og Jason Terry var með 17 stig en liðið lék án Dirk Nowitzki sem var í leikbanni.
Chicago vann sigur á Cleveland en LeBron James var sjóðandi heitur með 39 stig en þau dugðu ekki til. Chicago vann 11 stigum 107-96. Hjá Chicago voru Luol Deng og Ben Gordon með 23 stig en sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira.
San Antonio vann sigur á Indiana 108-97. Manu Ginobili var stigahæstur með 28 stig en sigur San Antonio var öruggur allan tímann. Dim Duncan hafði hægt um sig og skoraði aðeins 6 stig. Hjá Indiana var Danny Granger með 22 stig.
Mynd: AP
Emil Örn Sigurðarson – [email protected]



