18:25
{mosimage}
(Carlos Boozer hefur verið frábær í úrslitakeppninni)
Úrslit Vesturdeildarinnar hefst í kvöld með leik San Antonio og Utah í Texas. Í vetur mættust liðin fjórum sinnum og unnu þau heimaleiki sína tvo hver. Þó verður San Antonio að teljast líklegra og þá einkum vegna þess að Utah hefur ekki unnið í AT & T Center síðan 1999. Alls hefur liðið tapað 16 leikjum í röð í San Antonio. En Utah verður að vinna a.m.k. einn leik á útivelli til þess að komast áfram.
Síðast þegar þessi lið mættust í úrslitakeppninni var árið 1998. Þá lagði Utah San Antonio að velli og fór alla leið í úrslitin þar sem þeir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Chicago.
Stigahæstu leikmenn úrslitakeppninnar:
San Antonio:
Tim Duncan 23.8 stig
Tony Parker 19.6 stig
Manu Ginobili 15.8 stig
Utah:
Carlos Boozer 24.4 stig
Deron Williams 16.5
Mehmet Okur 13.7 stig