spot_img
HomeFréttirNBA: San Antonio að klára Phoenix: Detroit tapaði aftur

NBA: San Antonio að klára Phoenix: Detroit tapaði aftur

11:17

{mosimage}
(Andre Miller hefur spilað vel fyrir Philadelphia)

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA í nótt. Meistarar San Antonio eru komnir langt með að klára Shaq og félaga í Phoenix og Detroit menn töpuðu á ný fyrir Philadelphia.

Sú ákvörðun Mike D’Antoni að fá Shaquille O´Neal til liðsins fyrr í vetur virðist ekki vera að skila þeim árangri sem félagið sóttist eftir. Phoenix tapaði í nótt fyrir San Antonio 99-115 og eru meistararnir því komnir í þægilega stöðu 3-0. Frábær spilamennska San Antonio í fyrsta leikhluta lagði grunninn að sigri og náði Phoenix aldrei að vinna upp muninn. Hjá San Antonio fór Tony Parker á kostum með 41 stig og 12 stoðsendingar. Amaré Stoudamire setti 28 fyrir Phoenix.

Philadelphia er komið á ný í bílstjórasætið gegn Detroit en þeir unnu í nótt 20 stiga sigur 95-75 á heimavelli. Þar með er Philadelphia komið í 2-1 og eiga næsta leik á heimavelli. Hjá heimamönnum í Philadelphiu var miðherjinn Sameul Dalembert með 22 stig en hjá Detroit skoraði Richard Hamilton 23 stig.

Dallas náði að laga stöðuna gegn New Orleans en þeir unnu í nótt á heimavelli 97-87. Þar með er staðan í einvíginu 2-1 og fá Dallas menn tækifæri til að jafna einvígið á heimavelli. Stigahæstur hjá Dallas var þýska undrið Dirk Nowitzki með 32 stig en hjá New Orleans var varamaðurinn Jannero Pargo með 30 stig.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -