spot_img
HomeFréttirNBA: Sam Vincent tekur við Charlotte

NBA: Sam Vincent tekur við Charlotte

12:45

{mosimage}
(Sam Vincent á blaðamannafundi)

Charlotte Bobcats hafa ráðið aðstoðarþjálfara Dallas, Sam Vincent, sem nýjan þjálfara í stað Bernie Bickerstaff. Vincent er mjög reynslu mikill þjálfari sem hefur þjálfað m.a. þjálfað í Suður Afríku og Nígeríu. ,,Við erum mjög ánægðir að fá Sam til okkar félags. Hann er einn af efnilegustu þjálfurum deildarinnar og við teljum að hann verði fullkomin fyrir okkar félag,” sagði Bob Johnson eigandi Charlotte.

Hann hefur mikla reynslu sem leikmaður og þjálfari. Vincent lék um 7 ára skeið í NBA-deildinni var m.a. meistari með Boston Celtics árið 1986. Hann lék 396 leiki með Seattle, Chicago, Orlando og Boston.

Hann hóf þjálfun árið 1996 í Suður Afríku þegar hann tók við Cape Town Kings. Eftir að hafa þjálfað liðið í þrjú ár tók hann við A-landsliði karla og kvenna hjá Suður Afríku. Tímabilið 1999-2000 þjálfaði hann Larissa á Grikklandi og Den Bosch í Hollandi.

Svo tók hann aftur við landsliði þegar hann tók við kvennalandsliðið Nígeríu og leidd liðið til fyrsta sigurs í Afríkukeppni Fiba árið 2003. Árið 2005 þjálfaði hann karlalandslið Nigeríu í Afríkukeppni Fiba þar sem liðið náði bronssætinu. Hann stjórnaði liði Nígeríu í heimsmeistarakeppninni í September síðastliðnum þar sem liðið vann m.a. Serbíu 82-75.

Inná milli hefur hann verið að þjálfa í D-deildinni svokölluðu með Fort Worth Flyers og Mobile Revelers.

mynd: AP

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -