spot_img
HomeFréttirNBA: Sagan ekki hliðholl Lakers

NBA: Sagan ekki hliðholl Lakers

23:31

{mosimage}
(Lakersgoðsögnin með bikarinn sem er kominn til Los Angeles)

Þriðji leikur Boston og L.A. Lakers fer fram í kvöld í Staples Center í Los Angeles. Boston leiða einvígið 2-0 en þetta er í 31. skipti sem það gerist að lið kemst í 2-0. Miðað við gang sögunnar mætti ætla að liðsmenn Boston ættu titilinn vísan enda hefur það aðeins þrisvar sinnum gerst að lið sem lendir 2-0 undir fara svo og vinna titilinn.

Árið 1969 unnu Boston titilinn eftir að hafa lent 2-0 undir gegn L.A. Lakers. Átta árum seinna lagði Portland Philadephiu og félagið vann sinn fyrsta og eina titil.

Svo gerðist þetta fyrir tveimur árum þegar Miami Heat varð meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins þegar félagið lagði Dallas 4-2 eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum á útivelli.

Næstu þrír leikir fara fram á heimavelli Lakers og þeir hafa hingað til ekki tapað heima í úrslitakeppninni en sagan er ekki með þeim í þessu einvígi.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -