spot_img
HomeFréttirNBA: Ron Artest að fara?

NBA: Ron Artest að fara?

11:15

{mosimage}
(Ron Artest)

Forráðamenn Sacramento eru ekki hættir að skipta á leikmönnum. Félagið sendi Mike Bibby í burtu á laugardag í skiptum fyrir fjóra leikmenn og nú berast fréttir um að félagið sé að hugsa um að skipta Ron Artest í burtu til Denver.

Sacramento myndi vilja fá Linas Kleiza og Eduardo Najera í stað Ron Artest sem hefur gefið þær yfirlýsingar öðru hverju að hann vilji fara og var orðaður við New York um tíma.

Lið Sacramento er búið að taka stakkaskiptum en þeir fengu þá Shelden Williams, Lorenzen Wright, Anthony Johnson og Tyronn Lue ásamt valrétti í 2. umferð nýliðavalsins 2008 í staðinn fyrir Mike Bibby á laugardag og ef Ron Artest færi bætast án efa tveir leikmenn til viðbótar.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -