spot_img
HomeFréttirNBA: Riley leitar leiða til að bæta mannskapinn

NBA: Riley leitar leiða til að bæta mannskapinn

16:20

{mosimage}

Gengi Miami hefur verið afleitt það sem er af undirbúningstímabili og árangur liðsins á síðustu leiktíð voru mikil vonbrigði. Pat Riley þjálfari liðsins er að leita að leikmönnum þessa dagana sem geta bætt liðið.

Einn þeirra leikmanna sem hann hefur verið að hugleiða er bakvörðurinn knái Ricky Davis hjá Minnesota Timberwolves. Davis sem er afar fjölhæfur sóknarmaður hefur átt erfitt með að festa sig hjá liði í deildinni en hann hefur flakkað milli liða þrátt fyrir góðan og öflugan leik á köflum.

Ljóst er að bakvarðasveit Miami myndi styrkjast hressilega með tilkomu Davis.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -