spot_img
HomeFréttirNBA: Riley hættur: Spoelstra tekur við Miami

NBA: Riley hættur: Spoelstra tekur við Miami

14:30

{mosimage}

Pat Riley mun ekki þjálfa lið Miami á næsta tímabili en eftirmaður hans verður Erik Spoelstra en hann hefur starfað hjá félaginu sem aðstoðarþjálfari og njósnari. Spelstra verður þar með sjötti þjálfari liðsins frá upphafi.

Riley mun þó áfram gegna stöðu forseta en undanfarin ár hefur hann verið bæði forseti og þjálfari.

Spoelstra hefur verið undanfarin 13 ár hjá Miami sem aðstoðarþjálfari og njósnari en hans helsta hlutverk hefur verið að greina andstæðingana. Erik Spoelstra er 37 ára gamall og verður því yngsti þjálfari NBA, hann er 69 dögum eldri en Lawrence Frank þjálfari New Jersey.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -