spot_img
HomeFréttirNBA: Riley á eftir Atkins

NBA: Riley á eftir Atkins

12:43

{mosimage}
(Er Atkins að ganga til liðs við sjöunda NBA-liðið?)

Pat Riley, sem mun taka við þjálfum Miami á ný í vikunni, vill fá nýjan leikstjórnanda til liðsins. Talið er að hann muni reyna að fá Chucky Atkins til liðsins. Atkins er á mála hjá Memphis þessa stundina en hefur verið orðaður við skipti undanfarnar vikur.

Leikstjórnendur Miami hafa átt í töluverðum vandræðum í vetur og Pat Riley vill tryggja sér annan leikstjórnanda fyrir seinni hluta tímabilsins.

Chucky Atkins(33 ára) hefur leikið með 6 liðum í NBA-deildinni en hann er á sínu áttunda tímabili í deildinni. Hann gekk til liðs við Memphis fyrir ári síðan.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -