spot_img
HomeFréttirNBA: Rick Adelman og Flip Saunders þjálfarar febrúar mánaðar

NBA: Rick Adelman og Flip Saunders þjálfarar febrúar mánaðar

15:00

{mosimage}
(Rick Adelman er að gera góða hluti í Texas)

Rick Adelman þjálfari Houston og Flip Saundes þjálfari Detroit eru þjálfarar febrúar-mánaðar í NBA-deildinni.

Undir stjórn Adelmans eru Houston sjóðandi heitir og hafa unnið 17 leiki í röð. Í febrúar unnu þeir alla 13 leikina sem þeir léku. Er þetta í annað skiptið í sögu félagsins sem þeir leika heilan mánuð án þess að tapa.

Detroit vann níu af tólf leikjum sínum í febrúar. Meðal þeirra liða sem þeir unnu voru Dallas, Phoenix og Denver. Varnarleikur Detroit hefur verið til fyrirmyndar að undanförnu og unnu þeir m.a. Dallas með 23 stigum og héldu þeim í aðeins 67 stigum.

Aðrir sem komu til greina:
Doc Rivers – Boston
Mike Brown – Cleveland
Phil Jackson – L.A. Lakers
Maurice Cheeks – Philadelphia
Gregg Popovich – San Antonio
Jerry Sloan – Utah

Fyrri verðlaunahafar:
Nóvember
Desember
Janúar

[email protected]

Mynd; AP

Fréttir
- Auglýsing -