spot_img
HomeFréttirNBA: Richard Jefferson til Milwaukee

NBA: Richard Jefferson til Milwaukee

06:00

{mosimage}
(Richard Jefferson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir New Jersey)

Fyrstu stóru skipti sumarsins eru gengin í gegn en Milwaukee fékk Richard Jefferson frá New Jersey í skiptum fyrir Bobby Simmons og Yi Jianlian.

Þar með eru New Jersey búnir að brjóta upp kjarna liðsins sem fór í úrslit tvö ár í röð en fyrr í vetur skipti liðið Jason Kidd til Dallas í skiptum fyrir nokkra leikmenn og þ.m.t. Devon Harris.

Kínverjinn Yi Jianlian lék aðeins eitt tímabil með Milwaukee áður en hann fór en félagið valdi hann nr. 6 í nýliðavalinu í fyrra. Á síðustu leiktíð var hann með 8.6 stig og 5.2 fráköst í þeim 66 leikjum sem hann lék.

Bobby Simmons er 28 ára gamall framherji sem hefur verið síðastliðinn þrjú tímabil hjá Milwaukee. Hann hefur leikið sex tímabil í NBA-deildinni og skorað 10 stig að meðaltali á ferlinum en hann hefur einnig leikið með Washington og L.A. Clippers.

Richard Jefferson var níundi stigahæsti leikmaður NBA í vetur með 22.6 stig. Jefferson var einn efnilegasti leikmaður deildarinnar um tíma en hann hefur ekki alveg náð að fylgja eftir frábærri byrjun á ferlinum. Hann lék sjö tímabil með New Jersey.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -