09:25
{mosimage}
(Michael Redd)
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Cleveland Cavaliers máttu sætta sig við 105-102 ósigur á útivelli gegn Milwaukee Bucks. Michael Redd var hetja Bucks er hann gerði sigurkörfu leiksins fyrir utan þriggja stiga línuna um leið og lokaflautan gall. Redd var með 25 stig í leiknum og hitti úr einni af fjórum þriggja stiga tilraunum sínum sem reyndist sigurkarfan, ekki seinna vænna! Maurice Williams var þó stigahæstur í liði Bucks með 37 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en í liði Cavaliers var LeBron James með 35 stig, 6 stoðsendingar og 4 fráköst.
Eins og frægt er orðið fór Larry Hughes frá Cavs á dögunum en liðið hefur líka mátt glíma við meiðsli að undanförnu og í nótt léku þeir án Snow, Dickens, Thomas, Ilgauskas, Pavlovic og Gibson.
Önnur úrslit:
New Jersey 92-102 Orlando Magic
Vince Carter með 26 stig og 8 fráköst fyrir Nets. Hjá Magic voru Hedo Turkoglu og Rashard Lewis báðir með 25 stig.
Miami Heat 107-86 Sacramento Kings
Shawn Marion með 24 stig og 8 fráköst hjá Heat en Spencer Hawes gerði 16 stig fyrir Kings.
Memphis Grizzlies 113-127 Phoenix Suns
Steve Nash og Amare Stoudemire báðir með 25 stig hjá Suns en Nash var auk þess með 13 stoðsendingar. Rudy Gay gerði 36 stig fyrir Grizzlies.
Minnesota Timberwolves 111-100 Utah Jazz
Al Jefferson og RaShad McCants gerðu báðir 22 stig fyrir Timberwolves en Jefferson tók auk þess 10 fráköst. Hjá Jazz var Carlos Boozer yfirburðamaður með 34 stig og 8 fráköst.
Houston Rockets 94-69 Washington Wizards
Luther Head gerði 18 stig fyrir Rockets en Antwan Jamison gerði 18 stig og tók 9 fráköst fyrir Wizards.
LA Lakers 96-83 Portland Trail Balzers
Kobe Bryant gerði 30 stig fyrir Lakers, tók 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. LaMarcus Aldridge gerði 24 stig fyrir Trail Balzers.
Golden State Warriors 105-99 Seattle Supersonics
Monta Ellis var með 30 stig fyrir Warriors og 6 fráköst en hjá Sonics voru þeir Kevin Durant og Jeff Green báðir með 21 stig.



