spot_img
HomeFréttirNBA: Prince skoraði 34 stig í sigri Detroit á Miami

NBA: Prince skoraði 34 stig í sigri Detroit á Miami

8:00

{mosimage}

Tayshaun Prince 

Tayshaun Prince setti persónulegt met og skoraði 34 stig og hirti 12 fráköst þegar Detroit Pistons vann Miami Heat, 98:80, í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni bandarísku körfuboltadeildarinnar í vetur. Ricky Davis skoraði 23 stig fyrir Miami, sem tapaði upphagsleiknum annað keppnistímabilið í röð.

 

Shaquille O'Neal náði ekki að skora í fyrri hálfleik og endaði með 9 stig.

Úrslit annarra leikja í nótt voru þessi:Houston Rockets 106, Utah Jazz 95
Tracy McGrady skoraði 47 stig fyrir Houston en Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Utah.
Phoenix Suns 106, Seattle SuperSonics 99.
Amare Stoudemire skoraði 23 stig og Steve Nash 18 stig fyrir Detroit.

www.mbl.is

Mynd: www.viewimages.com

Fréttir
- Auglýsing -