spot_img
HomeFréttirNBA: Prince hetja Pistons gegn Lakers

NBA: Prince hetja Pistons gegn Lakers

09:31
{mosimage}

(Prince hetja Pistons) 

Tayshaun Prince smellti niður sigurkörfu Detroit Pistons gegn LA Lakers í nótt þegar 4,4 sekúndur voru til leiksloka í viðureign liðanna á heimavelli Pistons í nótt. Þrátt fyrir magnaðan leik hjá Kobe Bryant í liði Lakers voru það heimamenn í Pistons sem stálu sigrinum. Bryant gerði 39 stig í leiknum, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar en hann tapaði einnig boltanum 11 sinnum í leiknum. Hetja leiksins Tayshaun Prince var stigahæstur hjá Pistons með 22 stig.  

Boston Celtics höfðu betur gegn gestum sínum í Dallas Mavericks í nótt 96-90 þar sem félagarnir Ray Allen og Paul Pierce gerðu báðir 26 stig í leiknum. Kevin Garnett lék ekki með sökum meiðsla. Hjá Mavericks var Dirk Nowitzki með 31 stig og 11 fráköst. 

Seattle Supersonics hafa verið að gyrða í brækurnar að undanförnu og í nótt lögðu þeir Cleveland Cavaliers. Lokatölur leiksins voru 101-95 Seattle í vil þar sem nýliðinn Kevin Durant setti niður 24 stig hjá Supersonics. Hjá Cavaliers var Larry Hughes með 28 stig en LeBron James lék ekki með sökum ökklameiðsla og munaði um minna. 

Þá varð sólmyrkvi í Phoenix í nótt þegar Suns lágu heima gegn meisturum San Antonio Spurs. Lokatölur 81-84 Spurs í vil og meisturunum tókst að binda enda á þriggja leikja taphrinu sína. Manu Ginobili gerði 19 stig og tók 7 fráköst fyrir Spurs en hjá Suns var Shawn Marion stigahæstur með 21 stig og tók auk þess 10 fráköst.

Fréttir
- Auglýsing -