15:12
{mosimage}
(Posey varð meistari með Miami og Boston)
James Posey sem lék stórt hlutverk í titli Boston Celtics á nýafstöðnu keppnistímabili hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við félagið um eitt ár og fá sig lausan strax.
Posey var mikilvægur í sigri Boston og átti oft frábærar innkomur af bekknum. Posey er að leita að lengri samning sem myndi gefa honum um 5.8 milljónir dollara á ári næstu fjögur til fimm árin.
Boston vill fá hann aftur en óvíst hvort þeir vilji borga þessar upphæðir fyrir hann.
Liðin sem eru sögð vilja fá hann ásamt Boston eru Cleveland, Detroit, New Orleans, Lakers og Houston.
Mynd: AP



