spot_img
HomeFréttirNBA: Posey til Hornets

NBA: Posey til Hornets

00:10

{mosimage}
(Posey kemur ekki til með að klæðast treyju Boston á næsta tímabili)

James Posey, sem er að öllum líkindum einn athyglisverðasti leikmaðurinn sem eftir er á markaði yfir þá leikmenn sem hafa lausa samninga, hefur gert fjögra ára samning við New Orleans Hornets sem skilar honum 25 miljón dollara í laun.

Posey, sem varð meistari með Boston á dögunum, vildi fyrst hann var að yfirgefa Boston á annað borð fara til liðs sem verður í baráttunni um titillinn að ári og New Orleans er svo sannarlega á þeim stalli.

Sökum skattamála gat Boston ekki boðið Posey stærri en tveggja til þriggja ára samning þrátt fyrir að Posey hafi verið þáttur í velgengni Boston liðsins. Posey sem er orðinn 31 árs gat ekki sætt sig við það og samdi því við New Orleans Hornets.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -