spot_img
HomeFréttirNBA: Portland hækkar miðaverð

NBA: Portland hækkar miðaverð

19:00

{mosimage}
(Selur hann fleiri miða?)

Miðaverð á heimaleiki Portland Trailblazers mun hækka um 5% að meðaltali næsta tímabil. Ársmiðahafar sem endurnýja miða sína fyrir næsta tímabil þurfa að greiða á milli 2 til 9% meira næsta vetur fyrir nákvæmlega sömu sæti.

Portlandmenn eru að vona að ágætur árangur á tímabilinu og tilkoma Greg Odens á næsta tímabili geti selt fleiri miða.

Miklar væntingar eru í Portland og mun félagið hefja árlegt átak til að auka ársmiðahafa mánuði fyrr í ár. Frá og með 1. mars geta ársmiðahafar tryggt sér miða á úrslitakeppnina, það er að segja ef Portlandmenn komast þangað.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -