spot_img
HomeFréttirNBA: Porter tekur við Phoenix

NBA: Porter tekur við Phoenix

07:00

{mosimage}
(Porter hefur verið aðstoðarþjálfari í Detroit undanfarin tvö tímabil)

Steve Nash og félagar í Phoenix Suns hafa fengið nýjan þjálfara en fyrrum leikstjórnandinn Terry Porter mun stjórna hraðaupphlaupsliði Phoenix á næstu leiktíð. Porter sem lék sín bestu ár með Portland hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari hjá Detroit Pistons en hann var aðalþjálfari Milwaukee frá 2003-2005.

,,Við vorum með lista af nokkrum framúrskarandi þjálfurum en Terry stóð upp úr að okkar mati. Leiðtogahæfni hans, sem og hans frábæru samskiptahæfileikar ásamt reynslu hans sem þjálfara hjá Milwaukee og Detroit gerði hann að besta manninum,” sagði Steve Kerr, framkvæmdastjóri Phoenix, en Kerr og Porter spiluðu saman hjá San Antonio frá 2001 til 2003 og þekkjast því nokkuð vel.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -