09:58
{mosimage}
(Vonbrigðin leyndu sér ekki í herbúðum Bulls í nótt)
Staðan er 3-0 Pistons í vil í undanúrslitum Austurstrandarinnar í NBA deildinni en Pistons lögðu Bulls í nótt 81-74 í United Center í Chicago. Pistons reyndust mun sterkari í fjórða og síðasta leikhluta sem þeir unnu 21-13.
Tayshaun Prince var atkvæðamestur í liði Pistons með 23 stig og 11 fráköst en í liði Bulls var Luol Deng með 21 stig og 14 fráköst. Sigur Pistons var einkar glæsilegur í nótt þar sem liðið var á kafla 19 stigum undir á útivelli en komu sterkir til baka og tryggðu sér sigur.
Bulls eru nú á stað, 3-0 undir, sem engu NBA liði hefur tekist að koma sér frá. Allt bendir til þess að Pistons sendi Bulls í sumarfrí, nema til komi fjarstæðukennt Öskubuskuævintýri.
Mynd: AP