spot_img
HomeFréttirNBA: Pierce og Roy leikmenn vikunnar

NBA: Pierce og Roy leikmenn vikunnar

10:00

{mosimage}

Paul Pierce leikmaður Boston Celtics og Brandon Roy hjá Portland eru leikmenn austur- og vesturdeildarinnar vikuna 10. til 16. desember. Boston og Portland töpuðu ekki leikjum í vikunni.

Boston vann alla þrjá leiki sína og er sigurganga þeirra komin í níu leiki. Pierce var með 25,3 stig og 5 fráköst í þessum leikjum. Hann setti 24 af 27 vítum sínum og öll 9 vítin sín í sigri á Milwaukee. Í fjarveru Ray Allen hefur Paul Pierce stigið upp og bætt leik sinn.

Brandon Roy er aðra vikuna í röð kjörin leikmaður vikunnar. Portland vann alla 4 leiki sína í vikunni þar sem Roy var með 23 stig, 4,5 fráköst, 6,3 stoðsendingar og 1 stolin bolta í leik. Besta frammistaða Roy í vikunni var gegn Denver en þar skoraði hann 26 stig og gaf 11 stoðsendingar sem er hans persónulegt met.

Aðrir sem komu til greina voru:
Joe Johnson(Atlanta), Josh Howard(Dallas), Chauncey Billups(Detroit), L.A. Clippers(Chris Kaman), Kobe Bryant(L.A. Lakers), Dwight Howard(Orlando), Andre Miller(Philadelphia), Shawn Marion(Phoenix), Chris Bosh(Toronto) og DeShawn Stevenson(Washington).

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -