spot_img
HomeFréttirNBA: Pierce með 35 stig í sigri Celtics gegn Spurs

NBA: Pierce með 35 stig í sigri Celtics gegn Spurs

09:48
{mosimage}

(Paul Pierce) 

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og bar það helst til tíðinda að Boston Celtics höfðu betur gegn San Antonio Spur 98-90 á heimavelli sínum í TD Banknorth Garden. Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 35 stig stig og 6 fráköst en í liði Spurs var Tim Duncan með 22 stig og 14 fráköst. Kevin Garnett er enn fjarverandi í herbúðum Boston en hann meiddist á kvið fyrir skemmstu. Þá léku Spurs án Tony Paker sem hefur ekki verið með meisturunum í síðustu sex leikjum sökum ökklameiðsla.  

Önnur úrslit næturinnar: 

Heat 94-104 LakersNets 101-82 Mavericks

Pistons 113-87 Bobcats

Timberwolves 82-105 Raptors

Cavaliers 83-113 Nuggets

Suns 108-107 Suns

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -