spot_img
HomeFréttirNBA: Pierce hetja Boston

NBA: Pierce hetja Boston

13:37

{mosimage}
(Tony Allen skoraði 10 stig af bekknum fyrir Boston í nótt)

Paul Pierce landaði sigri fyrir Boston í nótt þegar liðið lagði Utah að velli 98-104 á útivelli. Leikurinn var í járnum allan tímann og Pierce gat ekkert í fyrri hálfleik en hann skoraði ekki stig á þeim 19 mínútum sem hann lék í fyrri hálfleik. Það kom allt annar maður til leiks í þeim seinni en hann skoraði 5 fyrstu stig Boston og alls 24 stig. Þar af jafnaði hann leikinn 98-98 þegar 28 sekúndur voru eftir. Í næstu vörn náði hann varnarfrákastinu og fór svo á línuna og kom Boston yfir þegar skammt var til leiksloka. Það var svo Tony Allen sem skoraði síðustu stig leiksins eftir að Paul Pierce fann hann undir körfunni. Stigahæstur hjá Boston var títtnefndur Pierce með 24 stig og hjá Utah skoraði Deron Williams 22 stig.

Leikur næturinnar á NBAtv var viðureign Milwaukee og New Jersey. New Jersey hafði nauman sigur þar sem taktír þeirra í endann virkaði. Þeir gerðu allt til að koma í veg fyrir að Milwaukee gæti sett þriggja-stiga skot. Þeir rifu í menn og héldu í þá þannig að þeir fóru á línuna og tóku tvo vítaskot – þegar þeir voru þremur stigum undir. New Jersey vann á endanum með tveimur stigum 95-97. Vince Carter skoraði 23 stig fyrir New Jersey og heimamönnum var Michael Redd með 35 stig.

Önnur úrslit:
Dallas-Atlanta 97-84
Washington-Miami 96-74
Orlando-Charlotte 104-95
Indiana-Detroit 92-98
New Orleans-Cleveland 86-76
Houston-Toronto 91-79
Seattle-Minnesota 109-90

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -