spot_img
HomeFréttirNBA: Phoenix vann Chicago

NBA: Phoenix vann Chicago

10:57

{mosimage}
(Leandro Barbosa var stigahæstur hjá Phoenix)

Tveir leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Chicago heimsótti Phoenix og að venju tapaði Chicago leiknum. Lokatölur voru 112-102 þar sem varamaðurinn Leandro Barbosa var stigahæstur heimamanna með 25 stig og Grant Hill var með 24 stig. Hjá Chicago var Ben Gordon með 24 stig og Luol Deng 23.

Hinn leikur næturinnar var viðureign Dallas og San Antonio þar sem Dallasmenn unnu með þrettán stigum, 105-92. Josh Howard skoraði 23 stig fyrir Dallas og Manu Ginobili skoraði 25 fyrir meistaranna.

Fjöldi leikja er á dagskrá í kvöld í NBA-deildinni. Á NBAtv verður viðureign Boston og Miami og hefst leikurinn kl. 00:30 að íslenskum tíma.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -