spot_img
HomeFréttirNBA: Phoenix og Dallas dottin út

NBA: Phoenix og Dallas dottin út

12:37

{mosimage}

Fjórir leikir voru á dagskrá í NBA í nótt. San Antonio og New Orleans komust áfram er þeir unnu andstæðinga sína og einvígin 4-1. Detroit komst yfir sem og Houston og mætast liðin því í sjötta sinn.

San Antonio vann Phoenix 92-87 og einvígið 4-1. Sú ákvörðun Phoenix manna að fá Shaquille O´Neal til liðs við liðið virkaði ekki og er liðið dottið út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

New Orleans vann Dalls með fimm stigum 99-94 og einvígið 4-1 og eru komnir áfram. Mæta þeir San Antonio í næstu umferð.

Leikur Detroit og Philadelphia var í beinni útsendigu á NBAtv í gærkvöldi. Þar vann Detroit góðan sigur 98-81 og eru komnir 3-2 yfir. Næsti leikur verður í Philadelphiu.

Houston vann stórsigur á Utah 69-95 og eru strákarnir frá Texas komnir yfir 3-2.

Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld. Cleveland tekur á móti Washington og Boston á móti Atlanta.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -