13:58
{mosimage}
(Hversu lengi verður Odom frá?)
Lamar Odom, framherji L.A. Lakers, hefur misst af nærri öllu undirbúningstímabili Lakers en hann fór í aðgerð á vinstri öxl fyrir um mánuði síðan. Í byrjun var talið að hann myndi ná að jafna sig áður en keppnistímabilið hefjist en nú er það óvíst.
Hann mun væntanlega missa af einhverjum leikjum en Phil Jacksons, þjálfari Lakers, er ekki með á hreinu hversu margir þeir verða. ,,Það gætu orðið fimm leikir, það gæti líka verið aðeins einn eða tveir. Við vitum það ekki.”
Lamar Odom var einn mikilvægasti leikmaður Lakers á síðasta tímabili með 15.6 stig í leik en hann missti af 28 leikjum vegna meiðsla.