spot_img
HomeFréttirNBA: Óvíst hvenær Ginobili spilar næst

NBA: Óvíst hvenær Ginobili spilar næst

00:23

{mosimage}

Manu Ginobili, argentínski bakvörður San Antonio Spurs, lék ekki með San Antonio á föstudagskvöld og var það fimmti leikurinn sem hann í röð sem hann missti af. Hann er meiddur á vísifingri vinstri handar og læknar liðsins segja að hann þurfi að hvíla meira.

Ginobili mætti snemma á föstudagskvöld til að hita upp og var að skjóta og gera sóknaræfingar en þrátt fyrir það lék hann ekki. Ginobili sagði að meiðslin höfðu engin áhrif á skot hans, en hann ætti í erfiðleikum með að drippla, en hann þarf að vera í sérútbúnni hlíf og hún gerir honum erfitt fyrir með að rekja boltann. ,,Það er ekki erfitt fyrir að taka upp boltann fyrir skotið mitt. Vegna þess að skotið rúllar af fingrunum. En hlífin sem þarf að fara að vefja um hendina á mér og um lofann veldur því að það er erfitt að drippla.”

Hann á að fara til læknis á miðvikudag en San Antonio á leik sunnudagskvöld og það er óvíst hvort að bakvörðurinn snjalli verði með.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -