spot_img
HomeFréttirNBA: Ótrúlegt en satt

NBA: Ótrúlegt en satt

21:08

{mosimage}
(Chauncey Billups)

Í kvöld verður uppgjör toppliðanna en þá mætast Boston og Detroit á heimavelli þess síðar nefnda. Það hljómar ótrúlega þegar það er sagt að toppliðin séu austanmegin en staðan í dag er sú að þetta eru bestu lið NBA-deildarinnar í dag og þau mætast í kvöld.

Síðast þegar þessi lið mættust þá vann Detroit á heimavelli Boston og það var Chauncey Billups sem skoraði sigurstigin. Bæði þessi lið eru funheit en Detroit eru búnir að vinna 11 leiki í röð og Boston 8. Þau spiluðu bæði í gærkvöldi og unnu sigra.

Því miður fáum við á klakanum ekki tækifæri til þess að sjá þennan leik a.m.k. ekki á Sýn eða NBAtv en leikur dagsins á NBAtv er viðureign Portland og Utah sem hefst kl. 03:00.

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -