spot_img
HomeFréttirNBA: Ótrúleg sigurkarfa Memphis á Sacramento

NBA: Ótrúleg sigurkarfa Memphis á Sacramento

Courtney Lee, leikmanni Memphis Grizzlies tókst á 0,3 sekúndum að senda boltann í körfuna eftir góða sendingu frá Vince Carter í lok leiks Memphis og Sacramento Kings. Klukkan er oft sein í gang á heimavelli. Chicago Bulls héldu sjóðheitum Toronto Raptors í 93 stigum á heimavelli. Bulls sigruðu leikinn en Derrick Rose féll enn eina ferðina í valinn með tognun í aftanverðu læri. Ekki búist þó við því að þau haldi honum lengi frá leik, ef eitthvað. 
 
Joakim Noah segist orðinn þreyttur á gagnrýni á vin sinn og leikfélaga Rose og segir fólki að “chill the f*** out”. Nokkuð sem fólk ætti að hlusta á.
 
Dallas Mavericks áttu í litlum vandræðum með skriðdrekasveitina í Philadelphia 76ers og sigruðu þá með hvorki meira né minna en 53 stiga mun og Golden State Warriors sigruðu Brooklyn Nets í Oakland.
 
Sacramento Kings 110
Memphis Grizzlies 111
 
Chicago Bulls 100
Toronto Raptors 93
 
Philadelphia 76ers 70
Dallas Mavericks 123
 
Brooklyn Nets 99
Golden State Warriors 107
 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -