spot_img
HomeFréttirNBA: Orlando setti félagsmet með sigri á Milwaukee

NBA: Orlando setti félagsmet með sigri á Milwaukee

11:38

{mosimage}
(Dwight Howard er ótrúlegur körfuknattleiksmaður)

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Orlando vann Milwaukee 86-103 og þar með 24 útileikinn í vetur en það er félagsmet hjá félaginu. Dwight Howard var stigahæstur með 25 stig fyrir Orlando og hjá Milwuakee skoraði Mo Williams 18 stig.

Efsta liðið í austrinu vann efsta liðið í vestrinu með sannfærandi hætti. Sigur Boston á New Orleans Hornets var góður en liðið vann með 20 stigum 112-92 á heimavelli. Frábær leikur heimamanna í seinni hálfleik lagið grunninn að sigri. Paul Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston og Chris Paul var með 22 stig fyrir gestina.

Kobe Bryant skoraði 53 stig í beinni útsending á NBAtv en það dugði ekki til þegar Lakers töpuðu fyrir Memphis á heimavelli 111-114. Rudy Gay skoraði 28 stig fyrir Memphis. Pau Gasol lék ekki með Lakers vegna meiðsla og er óvíst hversu lengi hann verður frá í viðbót.

Önnur úrslit:
Seattle-Charlotte 93-96
Sacramento-Washington 108-114
Utah-L.A. Clippers 121-101
Toronto-New York 103-95
Philadelphia-Phoenix 93-107
Indiana-New Jersey 123-115
Atlanta-Chicago 106-103
San Antonio-Minnesota 99-84

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -