spot_img
HomeFréttirNBA: Odom fær eins leiks bann

NBA: Odom fær eins leiks bann

06:00

{mosimage}

Framherjinn Lamar Odom hjá LA Lakers missir af leik liðsins gegn Philadelphia þann 4. janúar næstkomandi eftir að hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir grófa villu á Ray Allen hjá Boston í leik liðanna á sunnudaginn.

Odom kastaði sér á Allen og lamdi hann í gólfið þegar skammt var til leiksloka í 110-91 tapi Lakers fyrir Boston. ,,Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég náði frákasti og hann bara tæklaði mig," sagði Allen og vísaði til þess að tilþrif Odom hefðu verið líkari því sem gengur og gerist í ameríska fótboltanum.

Odom skorar að meðaltali 14 stig og hirðir tæp 9 fráköst í leik fyrir Lakers liðið.

www.visir.is

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -