spot_img
HomeFréttirNBA: Nýtt þjálfarateyni í Orlando ? Patrick Ewing verður í Orlando

NBA: Nýtt þjálfarateyni í Orlando ? Patrick Ewing verður í Orlando

14:13

{mosimage}
(Ewing var aðstoðarþjálfari Houston um tíma)

Stan Van Gundy, ný ráðinn þjálfari Orlando Magic, hefur valið sér aðstoðarþjálfara fyrir næsta vetur. Hann fær til sín mjög reynslu mikla menn sem eiga án eftir að hjálpa liðinu en það eru Brendan Malone, Patrick Ewing, Steve Clifford og Bob Beyer.

Patrick Ewing þarf ekki að kynna fyrir neinum en hann er hann besti miðherji sögunnar og lék 15 tímabil með New York. Síðan hann hætti að leika hefur verið að þjálfa. Hann var aðstoðarþjálfari hjá Washington leiktíðina 2003-04 og var aðstoðarþjálfari hjá Houston 2004-06.

Brendan Malone hefur á að skipa yfir 20 ára reynslu af þjálfun í NBA. Hann var fyrsti þjálfari Toronto Raptors en þar var hann aðeins í eitt ár en hann hefur gegnt ýmsum aðstoðarþjálfara stöðum í NBA. Meðal þeirra liða sem hann hefur unnið fyrir eru Detroit, Seattle, Toronto, New York, Cleveland og Indiana. Hann var aðstoðarþjálfari hjá Cleveland 2004-05 og tók síðan við liðinu í síðustu 18 leikjum þess.

Steve Clifford hefur verið undanfarin fjögur ár verið aðstoðarþjálfari hjá Houston Rockets en þar áður var hann þrjú ár hjá New York. Clifford hóf sinn þjálfaraferil í háskólaboltanum

Bob Beyer var aðstoðarþjálfari hjá háskólanum í Daytona undanfarin tvö tímabil. Hann var þjálfari hjá Toronto tímabilið 2004-05 og svo við stöðu njósnara árið eftir. Á árunum 2001-2003 var hann aðstoðarþjálfari hjá Texas Tech háskólanum sem var stjórnað af Bobby Knight.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -