spot_img
HomeFréttirNBA: Nýliðar mánaðarins

NBA: Nýliðar mánaðarins

07:20

{mosimage}
(Kevin Durant)

Al Horford hjá Atlanta og Kevin Durant hjá Seattle voru nýliðar mánaðarins í NBA-deildinni.

Horford var með 8,7 stig, 10,2 fráköst í leikjum október og nóvember. Hann var hæstur allra nýliða í fráköstum og annar í stolnum boltum og mínútum. Átta sinnum náði fleiri en tíu fráköstum í leik. Fjórum sinnum skoraði hann tíu stig eða meira og hann náði einni tvöfaldri tvennu. Hann er frákastahæstur í sínu liði og er annar í vörðum skotum og skotnýtingu og fimmti í stigum hjá Atlanta.

Durant er stigahæsti nýliðinn með 20,4 stig í leik. Fimmti frákastahæsti með 4,4, fyrsti í stoðsendingum með 2,1. hann er annar meðal nýliða í vítanýtingu en hann setur 81,6% skota sinna niður. Hann skoraði mest 35 stig og var með þrjú varin skot gegn Indiana 30. nóvember síðastliðinn.

Aðrir sem komu til greina voru Luis Scola(Houston), Yi Jianlian(Milwaukee), Sean Williams(New Jersey), Jamario Moon(Toronto) og Nick Young(Washington).

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -