06:00
{mosimage}
(Með tilkomu Chris Duhon til New York eru dagar
Stephon Marbury í New York án efa taldir)
Nú fer líf að færast í leikana í NBA-deildinni en í gær máttu leikmenn og félög fara að undirrita samninga. Undanfarnar vikur hefur Karfan.is fært fréttir um hugsanleg skipti og loksins nú mátti undirrita samninga. Nokkur stór skipti fór fram í gær og meðal þeirra skipti Elton Brand frá Clippers til Philadelphia. En það voru ekki einu skiptin.
Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana, og Nathan Jawai fóru til Toronto í skiptum fyrir T.J. Ford, Rasho Nesterovic, Maceo Baston, Roy Hibbert.
Chris Duhon samdi við New York. Kemur hann frá Chicago.
Portland fékk Ike Diogu, Jerryd Bayless frá Indiana í skiptum fyrir Jarrett Jack, Josh McRoberts, Brandon Rush og pening.
Mynd: AP